Erlent

Elsta tré í heimi finnst í Svíþjóð

Furutré sem fannst í Svíþjóð nýlega er talið elsta tré í heimi. Mun það vera nærri tíu þúsund ára gamalt.

Vísindamenn við Umeaa háskólann fundu furuna á Fulu fjalli í Dalarna héraði þegar þeir rannsökuðu útbreiðslu trjáa þar árið 2004. Kolefnisgreining sem gerð var í Miami í Flórída nýlega gefur til kynna að furan sé nær 10.000 ára gömul.

Hingað til hafa vísindamenn talið að elstu tré í heiminum sé að finna í Bandaríkjunum og að þau séu um 4.000 ára gömul. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er elsta tréið grenitré sem ber nafnið Methuselah og vex í Hvítu-fjöllum í Kaliforníu.

Furan sem hér um ræðir skaut fyrst rótum á við lok síðustu ísaldar og fannst í rjóðri furutrjá sem talin eru 8.000 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×