Magnús: Get varla beðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:26 Magnús Þór Gunnarsson í leik með Keflavík. Víkurfréttir/Jón Björn Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. ÍR byrjaði á því að vinna fyrstu tvo leikina í einvíginu heldur óvænt en Keflavík, sem eru deildarmeistarar, svöruðu með tveimur sigurleikjum í röð. Það er því komið að oddaleiknum í kvöld. „Stemningin er góð og ég get varla beðið,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Þetta verður örugglega jafn og spennandi leikur þar sem bæði lið eiga eftir að mæta grimm til leiks. Það vill enginn fara í sumarfrí í kvöld.“ Hann segir að Keflvíkingar muni ekki verða of sigurvissir þrátt fyrir tvo sigurleiki í röð. „Nei, alls ekki. Við munum vel eftir fyrstu tveimur leikjunum. Það sem við þurfum að gera er að mæta af krafti í þennan leik. Við þurfum ekkert að hugsa um andstæðinginn, heldur bara einbeita okkur að okkar leik.“ Hann segir að sterk áhersla verði að stoppa ÍR-ingana Nate Brown og Hreggvið Magnússon. „Ef það tekst þá vinnum við leikinn. Við þurfum að láta þá vera með lélega skotnýtingu og þurfum auðvitað að hitta vel sjálfir.“ „En það er alltaf sagt að vörnin vinni titla. Það er því aðalmálið að spila góða vörn og vera samtaka í okkar varnarleik.“ Hann efast þó ekki um að ÍR-ingar séu búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn og að þeir hafi skoðað vel hvað fór úrskeðis hjá þeim í síðustu leikjum. „En ég held að þeir ráði ekki við varnarleikinn okkar. Ef við spilum góða vörn þá skiptir ekki máli hversu gott hitt liðið er í sínum sóknarleik.“ Magnús býst þó sem fyrr segir við spennandi viðureign enda munu bæði lið gefa allt sitt í leikinn. „Það eru forréttindi fyrir þessi tvö lið að fá að spila oddaleik sem þennan því það eru ekki allir sem fá að taka þátt í þessu. Ég vona því að húsið verði troðfullt í kvöld og yfir þúsund manns á leiknum eins og var alltaf í gamla daga.“ Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. ÍR byrjaði á því að vinna fyrstu tvo leikina í einvíginu heldur óvænt en Keflavík, sem eru deildarmeistarar, svöruðu með tveimur sigurleikjum í röð. Það er því komið að oddaleiknum í kvöld. „Stemningin er góð og ég get varla beðið,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Þetta verður örugglega jafn og spennandi leikur þar sem bæði lið eiga eftir að mæta grimm til leiks. Það vill enginn fara í sumarfrí í kvöld.“ Hann segir að Keflvíkingar muni ekki verða of sigurvissir þrátt fyrir tvo sigurleiki í röð. „Nei, alls ekki. Við munum vel eftir fyrstu tveimur leikjunum. Það sem við þurfum að gera er að mæta af krafti í þennan leik. Við þurfum ekkert að hugsa um andstæðinginn, heldur bara einbeita okkur að okkar leik.“ Hann segir að sterk áhersla verði að stoppa ÍR-ingana Nate Brown og Hreggvið Magnússon. „Ef það tekst þá vinnum við leikinn. Við þurfum að láta þá vera með lélega skotnýtingu og þurfum auðvitað að hitta vel sjálfir.“ „En það er alltaf sagt að vörnin vinni titla. Það er því aðalmálið að spila góða vörn og vera samtaka í okkar varnarleik.“ Hann efast þó ekki um að ÍR-ingar séu búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn og að þeir hafi skoðað vel hvað fór úrskeðis hjá þeim í síðustu leikjum. „En ég held að þeir ráði ekki við varnarleikinn okkar. Ef við spilum góða vörn þá skiptir ekki máli hversu gott hitt liðið er í sínum sóknarleik.“ Magnús býst þó sem fyrr segir við spennandi viðureign enda munu bæði lið gefa allt sitt í leikinn. „Það eru forréttindi fyrir þessi tvö lið að fá að spila oddaleik sem þennan því það eru ekki allir sem fá að taka þátt í þessu. Ég vona því að húsið verði troðfullt í kvöld og yfir þúsund manns á leiknum eins og var alltaf í gamla daga.“
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn