Sigur hjá Massa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2008 14:10 Felipe Massa fagnar sigri í dag. Nordic Photos / AFP Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í. Raikkönen var í forystu lengst af í keppninni þegar að púströr brotnaði. Forysta hans var þó nægilega góð til að hann gæti haldið öðru sætinu. Jarno Trulli varð í þriðja sæti sem er besti árangur Toyota á keppnistímabilinu. Lewis Hamilton náði sér ekki í stig í dag þar sem hann byrjaði þrettándi á ráspól vegna refsingar sem hann tók út í dag. Hann varð í tíunda sæti. Massa tók þar með forystuna í stigakeppni ökumanna en hann er með tveggja stiga forystu á Robert Kubica. Hann varð í fimmta sæti í dag, á eftir Heikki Kovalainen. Massa er með 48 stig í stigakeppninni. Kimi Raikkönen er þriðji í stigakeppninni, fimm stigum á eftir Massa, og Hamilton kemur næstur, tíu stigum á eftir forystumanninnum. Ferrari er með sautján stiga forystu á BMW í stigakeppni bílasmiða. McLaren er 33 stigum á eftir Ferrari. Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í. Raikkönen var í forystu lengst af í keppninni þegar að púströr brotnaði. Forysta hans var þó nægilega góð til að hann gæti haldið öðru sætinu. Jarno Trulli varð í þriðja sæti sem er besti árangur Toyota á keppnistímabilinu. Lewis Hamilton náði sér ekki í stig í dag þar sem hann byrjaði þrettándi á ráspól vegna refsingar sem hann tók út í dag. Hann varð í tíunda sæti. Massa tók þar með forystuna í stigakeppni ökumanna en hann er með tveggja stiga forystu á Robert Kubica. Hann varð í fimmta sæti í dag, á eftir Heikki Kovalainen. Massa er með 48 stig í stigakeppninni. Kimi Raikkönen er þriðji í stigakeppninni, fimm stigum á eftir Massa, og Hamilton kemur næstur, tíu stigum á eftir forystumanninnum. Ferrari er með sautján stiga forystu á BMW í stigakeppni bílasmiða. McLaren er 33 stigum á eftir Ferrari.
Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira