Það er nóg að gerast í leikmannamálum í körfuboltanum en á vefsíðu Víkurfrétta er sagt að Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, hafi komist að samkomulagi við Njarðvíkinga um að leika með þeim á næstu leiktíð.
Þetta eru mjög óvænt tíðindi en allt útlit var fyrir að Magnús skrifaði undir nýjan samning við Keflavík. Hann hefur alla tíð leikið með liðinu.
Valur Ingimundarson tók við þjálfun Njarðvíkur fyrir skömmu.