NBA: Enn líf í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 09:30 Ime Udoka reynir hér að stöðva Boris Diaw með öllum tiltækum ráðum í gær. Nordic Photos / AFP New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán. NBA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán.
NBA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira