Körfubolti

Grindavík vann í Njarðvík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Páll Axel Vilbergsson fór á kostum með Grindavík gegn Njarðvík. Mynd/Víkurfréttir
Páll Axel Vilbergsson fór á kostum með Grindavík gegn Njarðvík. Mynd/Víkurfréttir

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld en það unnust útisigrar í þeim öllum. Grannaslagur var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti Grindavík en leikurinn fór 84-98.

Það var gríðarleg spenna í Seljaskóla þar sem ÍR tapaði með minnsta mun fyrir Stjörnunni 81-82. Þá tapaði Skallagrímur fyrir Snæfelli í Borgarnesi 62-94.

Páll Axel Vilbergsson fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Grindavík í kvöld. Jovan Zdravevski var stigahæstur hjá Stjörnunni í Breiðholti með 23 stig, líkt og Eiríkur Önundarson hjá ÍR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×