Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust 4. september 2008 00:01 Goðafoss á fullri siglingu Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira