Erlent

Fylgist með hræringum eldfjalla með þyrlumódeli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Andrew McGonigle.
Andrew McGonigle. MYND/Rolex Awards/Marc Latzel

Andrew McGonigle er vísindamaður við eldfjallastöð Háskólans í Sheffield. Hann hefur hannað þyrlumódel og útbúið það skynjurum sem mæla ýmsar gastegundir sem taldar eru gefa vísbendingu um það hvenær eldfjall sé að því komið að gjósa.

Telur McGonigle að með þessu megi fylgjast með eldfjöllum sem farin eru að bylta sér og í framhaldinu gefa viðvörun rétt áður en glóandi kvikan brýst upp úr iðrum jarðar. Geti þetta skilið milli feigs og ófeigs sé eldfjall í nágrenni við þéttbýli.

Hefur McGonigle hlotið styrk til að fylgja rannsóknum sínum eftir og þótt furðulegt megi virðast er það svissneski úraframleiðandinn Rolex sem veitir styrkinn en um er að ræða vísindastyrk sem fyrirtækið hefur veitt árlega síðastliðin 30 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×