Vildi að við færum til sjóðsins í sumar 17. október 2008 00:01 Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. Nordicphotos/AFP „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira