Nýliði Golden State toppaði stórstjörnurnar 16. nóvember 2008 12:06 Stórleikur Anthony Morrow vakti verðskuldaða athygli í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira