Felipe Massa hjá Ferrari er kominn í annað sætið í stigakeppni ökumanna eftir sigur í götukappakstrinum í Valencia í dag.
Brasilíumaðurinn vann nokkuð öruggan sigur á þessari nýju braut.
Lewis Hamilton hjá McLaren varð í öðru sæti en hann er efstur á stigalistanum. Robert Kubica á BMW Sauber hafnaði í því þriðja.
Það á þó eftir að skoða sigur Massa betur en mistök voru gerð í viðgerðarhléi og óvíst hvort eða hvernig brugðist verður við því.