KR vann ÍR örugglega á útivelli í kvöld 90-68. Leikurinn var í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins.
Jason Dourisseou var stigahæstur í liði KR með 30 stig en auk þess tók hann 14 fráköst. Helgi M. Magnússon var með 15 stig og Jón Arnór Stefánsson 12 auk 7 stoðsendinga.
Sveinbjörn Claessen skoraði 16 stig fyrir ÍR og Tahirou Sani 11 og var auk þess með 13 fráköst.
Í Stykkishólmi vann Snæfell 97-72 sigur á Tindastóli.