NimbleGen eykur umsvif hér á landi 27. ágúst 2008 00:01 Gert Maas, forstjóri Roche NimbleGen. MARKAÐURINN/ANTON „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“ Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira