Sport

Ásdís og Bergur frjálsíþróttafólk ársins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bergur á Ólympíuleikunum í sumar.
Bergur á Ólympíuleikunum í sumar.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt um frjálsíþróttamenn ársins 2008. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH.

Ásdís bætti Íslandsmetið tvívegis á árinu, í síðara skiptið á Savo leikunum í Finnlandi þegar hún kastað 59,80 metra og vann. Bergur bætti Íslandsmetið í sleggjukasti einnig tvívegis. Í síðara skiptið á móti í Hafnarfirði þegar hann kastaði 74,48 metra.

Bæði unnu þau sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Peking síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×