Erlent

Ég er ekki maður sem mis­notar lítil börn - Fritzl

Óli Tynes skrifar
Josef Fritzl.
Josef Fritzl.

Austurríski faðirinn Josef Fritzl spurði blaðamann sem hann talaði við hvort það stæðu aðeins neikvæðir hlutir um hann í fjölmiðlum.

Hann lýsti því yfir að hann væri ekkert skrímsli. Hann hefði hæglega getið drepið bæði Elísabet og börn hennar og þannig komið í veg fyrir að upp um hann kæmist. Að hann gerði það ekki sýndi að hann væri ekki alvondur maður.

Í viðtali við austurríska blaðið News gaf hann sínar skýringar á því hversvegna hann lokaði Elísabet niðri í kjallaranum. Hann sagði að eftir að hún komst á kynþroskaaldur hafi hún ekki hlýtt neinum reglum.

Hún hafi farið á krár og reykt og drukkið. Hann hefði stöðugt þurft að sækja hana og fara með hana heim. Það hefði þó ekki dugað til þess að hún breytti hegðan sinni. „Þessvegna varð ég að halda henni frá umheiminum, og beita til þess nauðsynlegu valdi."

Börn þeirra Elísabetar urðu vitni að því þegar faðir þeirra og afi nauðgaði dóttur sinni, móður þeirra.

„Ég vissi alltaf að það sem ég gerði var rangt. Að ég hlaut að vera brjálaður að gera slíkt. Samt varð það smámsaman að vana að lifa öðru lífi í kjallaranum."

Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagði Elísabet að faðirinn hefði misnotað sig frá því hún var 11 ára gömul. Því neitar Fritzl; „Ég er ekki maður sem misnotar lítil börn. Það gerðist ekki fyrr en hún var komin niður í kjallarann. Og hafði verið þar lengi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×