Körfubolti

Sigurganga Hamars heldur áfram

Hamarsstúlkur eru einar á toppnum með fullt hús eftir sigurinn á Val í kvöld
Hamarsstúlkur eru einar á toppnum með fullt hús eftir sigurinn á Val í kvöld Mynd/Ooj

Kvennalið Hamars er á mikilli siglingu í Iceland Express deild kvenna og í kvöld vann liðið fimmta leikinn sinn í röð í deildinni. Hamar lagði Val 67-51 í Hveragerði í kvöld.

LaKiste Barkus var stigahæst í liði Hamars í kvöld með 17 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 7 stoðsendingar, en hún hitti reyndar aðeins úr 6 af 23 skottilraunum sínum. Næst kom Dúfa Ásbjörnsdóttir með 12 stig og Julia Demirer skoraði 11 stig og hirti 12 fráköst.

Hjá Val var Signý Hermannsdóttir atkvæðamest með 14 stig og 10 fráköst og Lovísa Guðmundsdóttir skoraði 12 stig.

Í Keflavík töpuðu heimastúlkur fyrir grönnum sínum úr Grindavík 78-75 í hörkuleik. Pálína Gunnlaugsdóttir (16 stig, 8 frák) og Ingibjörg Vilbergsdóttir (16 stig, 9 frák) voru atkvæðamestar hjá Keflavík, en Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 19 stig og 7 fráköst.

Haukastelpur lögðu Fjölni 71-60. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska skoraði 15 stig og þær Telma Fjalarsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir 14 hvor - en Telma hirti auk þess 14 fráköst. Ashley Bowman var allt í öllu hjá Fjölnisliðinu með 28 stig og 6 stolna bolta.

Loks vann KR öruggan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi 76-54.

Hamar er á toppnum með 10 stig eftir fimm umferðir, Haukar í öðru með 8 stig, Grindavík, Keflavík og Valur hafa 6 stig, KR 4 og Snæfell og Fjölnir eru án stiga á botninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×