Erlent

Íshnullungur á braut um sólu skýrir halastjörnugerð

Íshnullungur sem sveimar öfugan hring um sólina miðað við pláneturnar átta og allt annað lauslegt í sólkerfinu er talinn geta skýrt tilurð sumra halastjarna.

Ísmolinn sem um ræðir er varla á leið ofan í nokkurt glas í bili en þvermál hans er um 50 kílómetrar sem jafngildir vegalengdinni frá Reykjavík til Þingvalla. Það þykir skjóta ansi skökku við að molinn fari gegn þeirri stefnu sem allt annað fer um sólu en þar eygja Brett Gladman og rannsóknarhópur hans við Háskólann í Bresku-Kólumbíu í Kanada von um að finna langþráða skýringu á tilurð sumra halastjarna.

Braut ísmolans þar sem hann geysist umhverfis sólu hallar nefnilega um 104 gráður en slíkt mun vera einkenni vissrar tegundar halastjarna sem illa hefur gengið fram að þessu að henda reiður á og má þar fyrsta fræga telja Halley-stjörnuna sem orðin er hálfgerður Íslandsvinur eftir heimsóknir áranna 1835, 1910 og 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×