Körfuknattleikssambandið hefur tilkynnt að sigurvegarinn í troðkeppninni í stjörnuleiknum þann 13. desember muni fá 75 þúsund krónur í verðlaun.
Það verður því til mikils að vinna fyrir troðkónga landsins á Ásvöllum um aðra helgi, en þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni geta skráð sig með því að senda póst á kki@kki.is.