Erlent

Viðgerð á Hubbles gæti tekið lengri tíma en búist var við

Bilunin sem upp kom í Hubbles-stjörnusjónaukanum í lok september gæti verið viðameiri en talið var í upphafi og viðgerðin því dregist um óákveðinn tíma.

Hubbles hætti öllum gagnasendingum til jarðar þegar bilunin kom upp og hefur nú sveimað í dimmri þögn um sporbaug sinn í tæpar þrjár vikur. Greint var frá því á dögunum að viðhaldsleiðangri til sjónaukans sem leggja átti af stað í fyrradag hafi verið frestað fram á næsta ár en nú hefur komið í ljós að varakerfið sem tæknideild NASA ræsti fyrir nokkrum dögum virkar ekki sem skyldi vegna bilunar í sólarrafhlöðu sem þá kom í ljós.

Þykir nú sýnt að þjálfun viðgerðarleiðangurs muni standa mánuðum saman auk þess sem mikið verk er fyrir höndum við að prófa varahlutina sem sendir verða með leiðangrinum en flestir þeirra eru frá því um eða fyrir 1990 og hafa legið óhreyfðir í geymslum NASA síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×