Max Mosley mun halda áfram sem forseti alþjóðasambands akstursíþrótta. Haldin var kosning innan sambandsins í dag og vann Mosley 103 af 169 atkvæðum.
Mosley hneykslaði marga þegar breska blaðið News of the World birti frétt og myndir af nasista-kynsvalli forsetans með fimm vændiskonum í Lundúnum.
Mosley er 68 ára og bað um að atkvæðagreiðsla yrði haldin um framtíð hans. Hann er að sögn í skýjunum með kosninguna sem hann fékk.