NBA í nótt: Miami á góðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2008 09:15 Dwyane Wade fór mikinn með Miami. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira