Erlent

Messenger fyrst á sporbaug um Merkúr

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NASA

Nú styttist í að könnunarfarið Messenger verði fyrsta geimfarið frá jörðu til að komast á sporbaug um Merkúr.

Eldsnemma á þriðjudagsmorgun beindi Messenger sendum sínum að jörðu og flutti húsbændunum hjá NASA myndir af yfirborði Merkúrs, sem er minnstur af innri reikistjörnunum svonefndu. Meðal þeirra eru ýmis fyrirbæri á yfirborðinu sem aldrei hafa komið fyrir sjónir manna áður.

Má þar nefna línur sem liggja út frá tiltölulega ungum gíg skammt sunnan við hinn svonefnda Kuiper-gíg. Hafa þær myndast þegar grjót ásamt brotum úr loftsteininum sem skall á Merkúri með feikna-afli þeyttist í allar áttir við áreksturinn.

Messenger flýgur í 200 kílómetra hæð og er nú að ljúka öðru ljósmyndaflugi sínu af þremur. Eftir það fer hann inn á sporbaug Merkúrs, fyrstur jarðneskra fara, og hringsólar þar til eilífðarnóns. Myndir munu berast frá honum á meðan honum endist orka og vonandi leiða vísindamenn NASA í sanninn um eitthvað áður óþekkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×