Erlent

Umfangsmikil rannsókn á Brodgar-hringnum

Umfangsmikil fornleifarannsókn stendur nú fyrir dyrum á þriðja stærsta steinhring Bretlandseyja, Brodgar-hringnum á Orkneyjum

Síðasta rannsóknin á Brodgar-hringnum fór fram árið 1973 en ör þróun hefur orðið síðan á rannsóknaraðferðum eins og aldursgreiningu svo dæmi sé tekið.

Fremur lítið er vitað um Brodgar-hringinn, uppruna hans og hlutverk. Hópur sem samanstendur af fimmtán fornleifafræðingum og vísindamönnum og að bæta úr því. Hringurinn komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999.

Dr. Colin Richards hjá háskólanum í Manchester er annar þeirra sem stjórna mun hinni nýju rannsókn. Hann segir í samtali við BBC að rannsóknin sé nauðsynleg þar sem svo lítið sé vitað um Brodgar-hringinn. Menn eru ekki einu sinni með á hreinu hve margar steinblokkir séu í hringnum þar sem upgröftur hefur aldrei átt sér stað í kringum hann. 40 steinblokkir eru sýnilegar en talið er að allt að 20 í viðbót séu niðurgrafnar í hringnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×