Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Leikið verður í Laugardalshöllinni. Keflavík og KR mætast klukkan 19 og klukkan 21 eigast við Grindavík og Snæfell.
Hér eru á ferðinni fjögur af sterkustu liðum landsins og hafa þau flest styrkt sig verulega fyrir átökin í vetur.
Grindvíkingar lögðu granna sína í Njarðvík 104-86 í 8-liða úrslitunum á meðan Snæfell lagði Tindastól 97-72 í Hólminum.
KR-ingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með því að bursta ÍR á útivelli 90-68 og Keflvíkingar unnu Þór 100-81.
Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer svo fram á sunnudaginn klukkan 16:30, eða strax á eftir úrslitaleik KR og Keflavíkur í kvennaflokki. Sá leikur hefst klukkan 14:00.