Fótbolti

Rijkaard: Ronaldinho og Deco eru meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Rijkaard og Ronaldinho.
Frank Rijkaard og Ronaldinho. Nordic Photos / AFP

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, gefur lítið fyrir þann fréttaflutning spænskra miðla sem segja að hann hafi ákveðið að velja ekki Ronaldinho og Deco í leikmannahópinn fyrir bikarleikinn gegn Sevilla á morgun.

Rijkaard var sagður vilja prófa sig áfram með lið sem inniheldur hvorugan leikmanninn. Hann segir hins vegar að allar slíkar vangaveltur séu úr lausu lofti gripnar enda eru þeir báðir meiddir.

„Þeir hafa lagt hart að sér í endurhæfingum sínum og vilja verða leikfærir eins fljótt og unnt er," sagði Rijkaard á blaðamannafundi í dag.

Yaya Toure verður ekki með Barcelona þar sem hann fór á sunnudaginn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem landslið Fílabeinsstrandarinnar undirbýr sig fyrir Afríkukeppnina.

Jorquera, Messi og Oleguer eru meiddir og þá sitja þeir Sylvinho, Ezquerro og Marc Crosas eftir heima.

Eiður Smári Guðjohnsen er vitanlega í hópnum:

Hópurinn: Valdés, Oier, Xavi, Iniesta, Puyol, Eto'o, Márquez, Henry, Milito, Thuram, Eiður Smári, Abidal, Edmílson, Zambrotta, Bojan og Giovani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×