NBA í nótt: 30. sigur Boston á tímabilinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2008 10:41 Jason Kidd sækir að Kevin Garnett í leik New Jersey og Boston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103 NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira