Erlent

Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip

Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd.

Nagdýr þetta, sem var um þrír metrar að lengd frá nefi til enda halans, bjó lifði í Úrugvæ fyrir tveimur til fjórum milljónum ára. Steingerð hálfs metra löng hauskúpa þess fannst við Rio de La Plata ströndina.

Rannsóknir á hauskúpunni hafa leitt í ljós að nagdýr þetta var jurtaæta og sennilega hefur stærð þess verið vörn gegn rándýrum. Greint var frá fundi þessum í fagtímariti nýlega en sjálf hauskúpan fannst fyrir um ári síðan og hefur verið til rannsóknar síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×