Green ver titil sinn í troðkeppninni 22. janúar 2008 02:26 Gerald Green verður að teljast sigurstranglegur í troðkeppninni í næsta mánuði Nordic Photos / Getty Images Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira