Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota 24. janúar 2008 08:30 Al Jefferson var mjög öflugur í liði Minnesota í nótt þegar það vann Phoenix í annað skiptið í vetur Nordic Photos / Getty Images Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira