Erlent

Fundu styttu af "manneskju" á Mars

Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars.

Myndirnar fara nú sem eldur í sinu um allt internetið og sýnist sitt hverjum um hvað sjáist á þeim. Það sem vekur hinsvegar athygli er að styttan á Mars er sláandi lík styttunni af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn sem er Íslendingum vel kunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×