Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildarinnar í 57. stjörnuleiknum í NBA sem haldinn verður í New Orleans þann 17. febrúar.
Það var framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem fékk flest atkvæði allra í kosningunni að þessu sinni (2,399,148), en kosið var á heimasíðu nba.com og gátu allir sem vettlingi gátu valdið kosið hetjurnar sínar í leikinn.
LeBron James, sem fékk flest atkvæði allra í fyrra, fékk næst flest að þessu sinni (2,108,831). Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk flest atkvæði allra leikmanna í Vesturdeildinni (2,004,940).
Kevin Garnett var þarna valinn í sinn 11. stjörnuleik á ferlinum, en aðeins Shaquille O´Neal hefur oftar verið valinn í stjörnuliðið á ferlinum - 14 sinnum. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í stjörnuleiknum, en varamennirnir verða valdir af þjálfurum í deildinni um mánaðamótin.

(Staða, nafn, lið og stjörnuleikir á ferlinum)
Austurdeildin:
Framherji: Kevin Garnett - Boston, 11-
Framherji: LeBron James - Cleveland, 4-
Miðherji: Dwight Howard - Orlando, 2-
Bakvörður: Dwyane Wade - Miami, 4-
Bakvörður: Jason Kidd - New Jersey, 9-
Vesturdeildin:
Framherji: Tim Duncan - San Antonio, 10-
Framherji: Carmelo Anthony - Denver, 2-
Miðherji: Yao Ming - Houston, 6-
Bakvörður: Kobe Bryant - LA Lakers, 10-
Bakvörður: Allen Iverson - Denver, 9
Kevin Garnett fékk sjötta hæsta atkvæðafjölda sem gefinn hefur verið í sögu stjörnuleiksins í kosningunni núna. Hér fyrir neðan má sjá töflur yfir þá sem hafa hlotið flest atkvæði í kosningunni í sögu stjörnuleiksins og þar fyrir neðan má sjá töflu yfir 10 efstu menn í valinu nú.

Topp 10 listinn yfir flest atkvæði allra tíma í byrjunarlið:
(Nafn,lið, ár, atkvæði)
1. Yao Ming, Hou 2005 -2,558,278
2. LeBron James, Cle 2007 -2,516,049
3. Shaquille O'Neal, Mia 2005 -2,448,089
4. Yao Ming, Hou 2007 -2,451,718
5. Michael Jordan, Chi 1997 -2,451,136
6. Kevin Garnett, Bos 2007 -2,399,148
7. Yao Ming, Hou 2006 -2,342,738
8. Kobe Bryant, LAL 2006 -2,271,631
9. LeBron James, Cle 2006 -2,207,697
10. Shaquille O'Neal, Mia 2006 -2,192,542
Þessir fengu flest atkvæði í ár:
1. Kevin Garnett, Bos -2,399,148
2. LeBron James, Cle -2,108,831
3. Dwight Howard, Orl -2,066,991
4. Kobe Bryant, LAL -2,004,940
5. Carmelo Anthony, Den -1,723,701
6. Tim Duncan, SA -1,712,800
7. Yao Ming, Hou -1,709,180
8. Dwyane Wade, Mia -1,608,260
9. Dirk Nowitzki, Dal -1,259,025
10. Jason Kidd, NJ -1,246,386