James hafði betur í einvíginu við Bryant 28. janúar 2008 04:49 LeBron James var frábær gegn Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira