Seattle lagði San Antonio 30. janúar 2008 09:31 Nýliðinn Kevin Durant keyrir á Tim Duncan í nótt Nordic Photos / Getty Images Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira