Stjörnuliðin í NBA klár 1. febrúar 2008 01:13 Chris Paul og David West hafa ástæðu til að brosa, enda á leið í sinn fyrsta stjörnuleik Nordic Photos / Getty Images Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira