Fannar verður með KR í kvöld - Hlakkar til að mæta Keflvíkingum 15. febrúar 2008 14:32 Fannar segir fyrrum félaga sína hafa verið full góða með sig eftir fyrri leik liðanna Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira