ÍTR ætlar að standa við gefin loforð 19. febrúar 2008 22:42 Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ. Innlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ.
Innlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira