NBA í nótt: Toppliðin töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 11:41 Tracy McGrady og Yao Ming gátu leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira