NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2008 09:30 Tony Parker skilar boltanum í körfuna. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum. NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum.
NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira