NBA í nótt: Afar mikilvægur sigur hjá Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 11:24 Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver batt í nótt enda á ellefu leikja sigurgöngu San Antonio og vann um leið afar mikilvægan sigur þar sem liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Denver vann leikinn í nótt, 109-96. Allen Iverson skoraði 29 stig í leiknum þó svo að hann hafi tognað á fingri í fyrri hálfleik. „Við vitum hvað þetta er erfitt í Vesturdeildinni og ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu eru góðar líkur á því að við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði Iverson. „Og það á bara ekki að vera hægt miðað við leikmennina sem við erum með." Hann hefur talsvert til síns máls enda tveir stjörnuleikmenn í liðinu, hann sjálfur og Carmelo Anthony auk þess sem að einn besti varnarmaður deildarinnar er í liðinu, Marcus Camby. Manu Ginobili var með 24 stig fyrir meistarana og Tim Duncan bætti við 23 stigum. San Antonio er í góðum málum þar sem liðið er í öðru sæti Vesturdeildarinnar, rétt á eftir LA LAkers. Denver er ekki með mikið verri árangur í vetur en samkeppnin er það hörð á Vesturströndinni að liðið er í níunda sæti deildarinnar, einum leik á eftir Golden State.Philadelphia vann sinn áttunda heimaleik í röð er liðið vann Seattle, 117-83. Samuel Dalbert skoraði 22 stig og tók þrettán fráköst en Andre Iguodala og Thaddeus Young skoruðu átján stig hver. Philadelphia hefur unnið ellefu af síðustu fjórtán leikjum sínum og er nú í sjöunda sæti í austrinu og á góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Hjá Seattle var Chris Wilcox stigahæstur með 20 stig en Kevin Durant skoraði fjórtán stig.Charlotte vann Atlanta, 108-93. Raymond Felton var með 23 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Charlotte og Matt Carroll bætti við 21 stigi. Hjá Atlanta var Joe Johnson stigahæstur með 20 stig en Al Horford skoraði átján stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.Washington sigraði Toronto, 110-106, í framlengdum leik. Antawn Jamison skoraði sex af síðust átta stigum Washington í framlengingunni og var alls með 25 stig og sextán fráköst. Hvorki Gilbert Arenas né Caron Butler voru með Washington í nótt en liðið hefur þó unnið fimm af sjö leikjum liðsins í vetur þegar þeir hafa verið fjarverandi. Chris Bosh var ekki heldur með Toronto en þetta var fjórði leikurinn í röð sem hann missir af vegna hnémeiðsla sinna. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto. Golden State vann Miami, 134-99. Stephen Jackson skoraði 22 stig, Al Harrington sautján, Baron Davis fimmtán auk þess sem hann gaf fíu stoðsendingar. Miami hafði aðeins úr sjö leikmönnum að velja í leiknum en Dwyane Wade var fjarverandi vegna hnémeiðsla. Til að bæta gráu á svart meiddist Udonis Haslem í fjórða leikhluta og var liðið því að eins með einn varamann síðustu mínúturnar. Chris Quinn og Marcus Banks skoruðu 20 stig hver fyrir Miami í leiknum.Detroit vann New York, 101-97. Tayhshaun Prince skoraði 28 stig fyrir Detroit í leiknum en stigahæstir hjá New York voru Eddy Curry með 23 stig og Jamal Crawford með sautján stig. Detroit vantar aðeins einn sigurleik til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Boston vann Chicago, 116-93, og eru á góðri leið með að vinna Austurdeildina. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Kevin Garnett bætti við sextán og tók þar að auki átta fráköst. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.New Orleans vann New Jersey, 107-96. Chris Paul var með 25 stig og sextán stoðsendingar en þetta var þriðji sigur New Orleans í röð. Hjá New Jersey skoraði Richard Jefferson 27 stig og Vince Carter var með nítján stig og tíu stoðsendingar.Portland vann Milwaukee, 103-101. LaMarcus Aldridge skoraði 29 stig, þar á meðal sigurkörfu leiksins þegar 2,4 sekúndur voru til leiksloka. Steve Blake bætti við 21 stig fyrir Portland og Brandon Roy 20 stigum.Utah vann Phoenix, 126-118, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum þriðja leik í röð. Carlos Boozer skoraði sautján af sínum 23 stigum í seinni hálfleik, þar á meðal mikilvæga körfu þegar hálf mínúta var til leiksloka. Deron Williams var einnig öflugur með 25 stig og fimmtán stoðsendingar sem og Mehmet Okur sem var með 25 stig. Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið aðeins þrjá af níu leikjum sínum síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins.Minnesota vann Sacramento, 111-103. Al Jefferson var með 21 stig og þrettán fráköst en um var að ræða afar sjaldgæfan útivallarsigur hjá Minnesota. Kevin Martin skoraði þó 48 stig fyrir Sacramento í leiknum en það dugði ekki til.LA Lakers vann LA Clippers, 119-82, þar sem leikmenn Lakers fóru á kostum af þriggja stiga línunni í síðari hálfleik. Alls hittu leikmenn liðsins úr tólf af sautján þriggja stiga skotum sínum í síðari hálfleik. Derek Fisher var stigahæstur hjá Lakers með sautján stig en Kobe Bryant skoraði sextán stig. Hjá Clippers var Corey Maggette stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Denver batt í nótt enda á ellefu leikja sigurgöngu San Antonio og vann um leið afar mikilvægan sigur þar sem liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Denver vann leikinn í nótt, 109-96. Allen Iverson skoraði 29 stig í leiknum þó svo að hann hafi tognað á fingri í fyrri hálfleik. „Við vitum hvað þetta er erfitt í Vesturdeildinni og ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu eru góðar líkur á því að við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði Iverson. „Og það á bara ekki að vera hægt miðað við leikmennina sem við erum með." Hann hefur talsvert til síns máls enda tveir stjörnuleikmenn í liðinu, hann sjálfur og Carmelo Anthony auk þess sem að einn besti varnarmaður deildarinnar er í liðinu, Marcus Camby. Manu Ginobili var með 24 stig fyrir meistarana og Tim Duncan bætti við 23 stigum. San Antonio er í góðum málum þar sem liðið er í öðru sæti Vesturdeildarinnar, rétt á eftir LA LAkers. Denver er ekki með mikið verri árangur í vetur en samkeppnin er það hörð á Vesturströndinni að liðið er í níunda sæti deildarinnar, einum leik á eftir Golden State.Philadelphia vann sinn áttunda heimaleik í röð er liðið vann Seattle, 117-83. Samuel Dalbert skoraði 22 stig og tók þrettán fráköst en Andre Iguodala og Thaddeus Young skoruðu átján stig hver. Philadelphia hefur unnið ellefu af síðustu fjórtán leikjum sínum og er nú í sjöunda sæti í austrinu og á góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Hjá Seattle var Chris Wilcox stigahæstur með 20 stig en Kevin Durant skoraði fjórtán stig.Charlotte vann Atlanta, 108-93. Raymond Felton var með 23 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Charlotte og Matt Carroll bætti við 21 stigi. Hjá Atlanta var Joe Johnson stigahæstur með 20 stig en Al Horford skoraði átján stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.Washington sigraði Toronto, 110-106, í framlengdum leik. Antawn Jamison skoraði sex af síðust átta stigum Washington í framlengingunni og var alls með 25 stig og sextán fráköst. Hvorki Gilbert Arenas né Caron Butler voru með Washington í nótt en liðið hefur þó unnið fimm af sjö leikjum liðsins í vetur þegar þeir hafa verið fjarverandi. Chris Bosh var ekki heldur með Toronto en þetta var fjórði leikurinn í röð sem hann missir af vegna hnémeiðsla sinna. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto. Golden State vann Miami, 134-99. Stephen Jackson skoraði 22 stig, Al Harrington sautján, Baron Davis fimmtán auk þess sem hann gaf fíu stoðsendingar. Miami hafði aðeins úr sjö leikmönnum að velja í leiknum en Dwyane Wade var fjarverandi vegna hnémeiðsla. Til að bæta gráu á svart meiddist Udonis Haslem í fjórða leikhluta og var liðið því að eins með einn varamann síðustu mínúturnar. Chris Quinn og Marcus Banks skoruðu 20 stig hver fyrir Miami í leiknum.Detroit vann New York, 101-97. Tayhshaun Prince skoraði 28 stig fyrir Detroit í leiknum en stigahæstir hjá New York voru Eddy Curry með 23 stig og Jamal Crawford með sautján stig. Detroit vantar aðeins einn sigurleik til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Boston vann Chicago, 116-93, og eru á góðri leið með að vinna Austurdeildina. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Kevin Garnett bætti við sextán og tók þar að auki átta fráköst. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.New Orleans vann New Jersey, 107-96. Chris Paul var með 25 stig og sextán stoðsendingar en þetta var þriðji sigur New Orleans í röð. Hjá New Jersey skoraði Richard Jefferson 27 stig og Vince Carter var með nítján stig og tíu stoðsendingar.Portland vann Milwaukee, 103-101. LaMarcus Aldridge skoraði 29 stig, þar á meðal sigurkörfu leiksins þegar 2,4 sekúndur voru til leiksloka. Steve Blake bætti við 21 stig fyrir Portland og Brandon Roy 20 stigum.Utah vann Phoenix, 126-118, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum þriðja leik í röð. Carlos Boozer skoraði sautján af sínum 23 stigum í seinni hálfleik, þar á meðal mikilvæga körfu þegar hálf mínúta var til leiksloka. Deron Williams var einnig öflugur með 25 stig og fimmtán stoðsendingar sem og Mehmet Okur sem var með 25 stig. Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið aðeins þrjá af níu leikjum sínum síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins.Minnesota vann Sacramento, 111-103. Al Jefferson var með 21 stig og þrettán fráköst en um var að ræða afar sjaldgæfan útivallarsigur hjá Minnesota. Kevin Martin skoraði þó 48 stig fyrir Sacramento í leiknum en það dugði ekki til.LA Lakers vann LA Clippers, 119-82, þar sem leikmenn Lakers fóru á kostum af þriggja stiga línunni í síðari hálfleik. Alls hittu leikmenn liðsins úr tólf af sautján þriggja stiga skotum sínum í síðari hálfleik. Derek Fisher var stigahæstur hjá Lakers með sautján stig en Kobe Bryant skoraði sextán stig. Hjá Clippers var Corey Maggette stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira