Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma 13. mars 2008 14:10 Tim Duncan og David Robinson NordcPhotos/GettyImages Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira