Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl 21. mars 2008 05:27 Paul Pierce og félagar hafa verið í sérflokki í NBA í vetur NordcPhotos/GettyImages Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira