NBA í nótt: New Orleans vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 10:42 Jannero Pargo átti gríðarlega góðan leik fyrir New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum