Kimi Raikkönen segir að kappaksturinn í Malasíu í morgun hafi verið sér nokkuð auðveldur eftir fyrsta viðgerðarhléið.
Félagi hans í Ferrari-liðinu, Felipe Massa, var á ráspól og hélt forystunni allt þar til Raikkönen komst í forystu eftir fyrsta viðgerðarhléið.
Massa féll síðan úr leik stuttu síðar eftir að hann missti stjórn á bílnum og festi hann í möl.
„Þetta var fremur auðveld keppni eftir fyrsta viðgerðarhléið. Okkur gekk heldur illa í Ástralíu og vorum ekki 100 prósent vissir um að það myndi ganga betur hér. En allt gekk fullkomnlega upp. Þetta er góð byrjun á tímabilinu fyrir okkur og við erum í nokkuð góðri stöðu."