Boston lagði Phoenix 27. mars 2008 10:19 Kevin Garnett skoraði 30 stig gegn Phoenix í nótt NordcPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix tapaði öðrum leik sínum í röð gegn toppliðunum í Austurdeildinni þegar það fékk skell í Boston 117-97. Jafnræði var með liðunum í hálfleik en Boston stakk af í þriðja leikhlutanum og vann öruggan sigur. Kevin Garnett skoraði 20 stig fyrir Boston en Amare Stoudemire skoraði 32 stig fyrir Phoenix. Liðið tapaði leiknum þar á undan fyrir Detroit í framlengingu. Atlanta lagði Milwaukee 115-96 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta en liðið missti reyndar Mike Bibby meiddan af velli. Andrew Bogut skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Milwaukee. New Orleans vann enn einn sigurinn þegar það stöðvaði níu leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. New Orleans hafði sigur 100-99 með sigurkörfu David West þegar 0,6 sekúndur lifðu leiks eftir vel heppnað leikkerfi. Peja Stojakovic skoraði 26 stig og sex þrista fyrir New Orleans og Chris Paul var með 20 stoðsendingar. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Cleveland. Philadlelphia skellti Chicago 121-99. Thabo Sefolosha skoraði 20 stig fyrir Chicago en Louis Williams setti 23 stig af bekknum fyrir Philadlephia. Toronto vann góðan sigur á Detroit 89-82 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 21 stig fyrir Toronto en Chauncey Billums 24 fyrir Detroit. New Jersey lagði Indiana 124-117. Josh Boone skoraði 26 stig fyrir New Jersey en Mike Dunleavy skoraði 33 stig fyrir Indiana. New York lagði Miami í framelengdum leik 103-96 þar sem Ricky Davis skoraði 28 stig fyrir Miami en Jamal Crawford 24 stig fyrir New York. Houston lagði Minnesota 97-86 þar sem Tracy McGrady var með 23 stig og 9 stoðsendingar fyrir Houston en Al Jefferson 21 stig og 10 fráköst hjá Minnesota. San Antonio lagði LA Clippers 97-88 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana en Corey Maggette var með 22 stig hjá Clippers. Sacramento vann nauman sigur á Memphis heima 107-106 eftir framlengdan leik. Kevin Martin skoraði 36 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skioraði 15 stig, hirti 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hakim Warrick skoraði 26 stig fyrir Memphis. Washington lagði Seattle á útivelli 104-99 með frábærum endaspretti þar sem Roger Mason skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta fyrir Washington og var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Loks fékk LA Lakers óvæntan skell á heimavelli gegn Charlotte 108-95. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en lét reka sig af velli með tvær tæknivillur seint í fjórða leikhluta. Jason Richardson veiktist fyrir leikinn en lét það ekki á sig fá og skoraði 34 stig og hirti 10 fráköst. NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix tapaði öðrum leik sínum í röð gegn toppliðunum í Austurdeildinni þegar það fékk skell í Boston 117-97. Jafnræði var með liðunum í hálfleik en Boston stakk af í þriðja leikhlutanum og vann öruggan sigur. Kevin Garnett skoraði 20 stig fyrir Boston en Amare Stoudemire skoraði 32 stig fyrir Phoenix. Liðið tapaði leiknum þar á undan fyrir Detroit í framlengingu. Atlanta lagði Milwaukee 115-96 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta en liðið missti reyndar Mike Bibby meiddan af velli. Andrew Bogut skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Milwaukee. New Orleans vann enn einn sigurinn þegar það stöðvaði níu leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. New Orleans hafði sigur 100-99 með sigurkörfu David West þegar 0,6 sekúndur lifðu leiks eftir vel heppnað leikkerfi. Peja Stojakovic skoraði 26 stig og sex þrista fyrir New Orleans og Chris Paul var með 20 stoðsendingar. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Cleveland. Philadlelphia skellti Chicago 121-99. Thabo Sefolosha skoraði 20 stig fyrir Chicago en Louis Williams setti 23 stig af bekknum fyrir Philadlephia. Toronto vann góðan sigur á Detroit 89-82 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 21 stig fyrir Toronto en Chauncey Billums 24 fyrir Detroit. New Jersey lagði Indiana 124-117. Josh Boone skoraði 26 stig fyrir New Jersey en Mike Dunleavy skoraði 33 stig fyrir Indiana. New York lagði Miami í framelengdum leik 103-96 þar sem Ricky Davis skoraði 28 stig fyrir Miami en Jamal Crawford 24 stig fyrir New York. Houston lagði Minnesota 97-86 þar sem Tracy McGrady var með 23 stig og 9 stoðsendingar fyrir Houston en Al Jefferson 21 stig og 10 fráköst hjá Minnesota. San Antonio lagði LA Clippers 97-88 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana en Corey Maggette var með 22 stig hjá Clippers. Sacramento vann nauman sigur á Memphis heima 107-106 eftir framlengdan leik. Kevin Martin skoraði 36 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skioraði 15 stig, hirti 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hakim Warrick skoraði 26 stig fyrir Memphis. Washington lagði Seattle á útivelli 104-99 með frábærum endaspretti þar sem Roger Mason skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta fyrir Washington og var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Loks fékk LA Lakers óvæntan skell á heimavelli gegn Charlotte 108-95. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en lét reka sig af velli með tvær tæknivillur seint í fjórða leikhluta. Jason Richardson veiktist fyrir leikinn en lét það ekki á sig fá og skoraði 34 stig og hirti 10 fráköst.
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum