Erlent

Pör vöruð við fimm ára kreppunni

MYND/Getty Images

Nýgift hjón gátu áður átt von á að hveitibrauðsdagarnir entust í allt að sjö ár áður en sambandið fór að súrna. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að pör nútímans halda varla út í fimm ár. Vísindamenn hafa uppgötvað að pör byrja að fá leið á hvort öðru eftir einungis fjögur ár og eru á mesta hættutíma rétt um fimm ára brúðkaupsafmælið. Ef þau komast yfir þetta tímabil þá eru allir möguleikar á að þau verði saman í ófyrirséðan tíma.

Bandaríski prófessorinn og nóbelverðlaunahafinn Daniel Kahneman sagði að rannsóknir sýndu að jákvæðar tilfinningar í hjónabandi væru skammvinnar. Spennan við að verða ástfanginn, gera framtíðarplön og giftast gerðu báða aðila mjög hamingjusama. En miðað við takmarkað athyglisskeið mannsins væri flestum pörum ómögulegt að viðhalda þessu stigi.

Hann sagði fréttastofu Sky að hagur af hjónabandi væri oft yfirskyggður af því að eiga minni tíma með vinum og þurfa að sinna auknum heimilisverkum vegna stærra heimilis.

Á meðan þeir sem væru einhleypir væru líklegri til að vera einmana og stunda minna kynlíf, hefðu þeir meira frelsi, meiri tíma til að hitta fólk og þyrftu að sinna færri heimilisverkum.

Á ráðstefnu sálfræðina í Dublin á Írlandi sagði Kahneman að það væri jafnvægi af kostum og göllum í hjónabandi sem skipti máli.

„Fólk hefur vissar væntingar og lífið uppfyllir þær ekki allar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×