Benedikt boðar breytingar hjá KR 4. apríl 2008 15:09 Benedikt axlar ábyrgð á tapinu í gær Mynd/Daniel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira