Erlent

Góður nætursvefn eflir minnið

Ný rannsókn leiðir í ljós að góður nætursvefn eflir minni manna daginn eftir. Jafnframt á viðkomandi auðveldara með að læra hluti.

Rannsóknin bendir til að meðan á góðum nætursvefni stendur styrkist sambandið milli taugafruma í heilanum en það er lykillinn að bæði góðu minni og lærdómshæfileikum.

Það var háskólinn í Genf sem stóð að rannsókninni og var hún nýlega kynnt á ráðstefnu taugafræðinga. Tveir hópar fólks fengu mismunandi verkefni á sviði minnis- og lærdómsgetu.

Annar hópurinn fékk svo 8 tíma góðan nætursvefn en svefn hins hópsins var truflaður. Í ljós koma að hópurinn sem svaf vel stóð sig mun betur í verkefnum sínum en sá sem svaf illa eða lítið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×