Erlent

Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins

SHA skrifar
Kortið sem sýnir yfirráð á norðurheimskautinu. Skástrikuð svæði eru líkleg deilusvæði.
Kortið sem sýnir yfirráð á norðurheimskautinu. Skástrikuð svæði eru líkleg deilusvæði. MYND/BBC

Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu.

„Aðaltilgangur kortsins er að upplýsa umræðuna og deilur, því í hreinskilni sagt hefur verið mikið um rugl í sambandi við hver getur slegið eignarrétt sínum yfir hvað," útskýrði Martin Pratt, yfirumsjónarmaður verkefnisins, þegar kortið var kynnt.

Athygli stórþjóða á borð Bandaríkjanna og Rússlands hefur í æ meira mæli beinst að þessu strjálbýla svæði enda talið að miklar olíubyrgðir megi þar finna. Deilan um umráðasvæði hófst reyndar fyrir nokkru og skemmst að minnast þess er Rússar komu þjóðfána sínum fyrir á hafsbotninum á norðurpólnum við litla hrifningu nágrannaþjóða.

Kortið byggir ekki eingöngu á landfræðilegi legu landanna á svæðinu heldur einnig sögulegum deilum og sáttmálum um svæðið. Útfrá því er einnig sett á kortið svæði sem stjórnvöld á norðurheimskautinu munu líklegast berjast um á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×