Þjóðríkjum til eflingar Jón Sigurðsson skrifar 1. október 2008 00:01 Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun