Fimmti leikur Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld.
Boston vann fyrstu tvo leiki liðanna á heimavelli sínum en Cleveland jafnaði metin með sigri í leikjum þrjú og fjögur sem fram fóru í Cleveland.
Leikur kvöldsins fer fram í Boston þar sem heimamenn hafa ekki tapað leik í úrslitakeppninni.
Síðar í nótt fer svo fram fimmti leikur LA Lakers og Utah þar sem sama staða er uppi á teningnum - bæði lið hafa unnið báða heimaleiki sína og staðan því jöfn 2-2. Leikið er í Los Angeles í nótt.
Sjötti leikur þessara liða verður svo sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfararnótt laugardagsins klukkan 02:30.